Um okkur

Innanhússarkitektar eitt A er teiknistofa þriggja innanhússarkitekta sem  vinna við innanhússhönnun og skipulag fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Verkefnin hafa verið fjölbreytt, innréttingar fyrir stór skrifstofuhúsnæði, bankaútibú, hótel, heilsugæslu, hárgreiðslu og snyrtistofur, heildar innanhússhönnun fyrir heimili, ímyndarhönnun  og ýmis önnur sérhönnun.

Okkar áherslur í verkefnum eru fagurfræði, notagildi  og sérþekking þar sem þarfir manneskjunnar eru í fyrirrúmi, við teljum að umhverfið sem við búum og vinnum í hafi mikil áhrif á líðan fólks. Við vinnu okkar  leggjum við áherslu á  persónulega og faglega  þjónustu .

Þjónusta við marga viðskiptavini spannar nú yfir langan tíma sem lýsir mjög farsælum samskiptum , trausti og ánægju.

 

Samkeppnir