Þóra Birna Björnsdóttir

MG_RM-BW-0849-e1304288730448-2

Innanhússarkitekt fhi
thorabirna(a)eitta.is

Menntun
Ég útskrifaðist sem innanhússarkitekt 1982 frá Skolen for Boligindretning í Kaupmannahöfn (nú Danmarks Designskole). Ég var gestanemandi  1983 í Kunstakademiets arkitektskole á vorönn með áherslu á lýsingarhönnun. Árið 2004 kláraði ég kennsluréttindanám frá Kennaraháskóla Íslands. Ég er einnig menntaður leikskólakennari.

Starfsreynsla
.Eftir nám í Kaup.mannahöfn starfaði ég hjá Timburversluninni Völundi við hönnun og ráðgjöf í innréttingadeild þeirra. Um tíma vann ég á teiknistofu Finns Fróðasonar. Ég hef starfað sjálfstætt síðan 1988 með eigin teiknistofu. Ég hóf samstarf við eittA 2001. Ég hef kennt hönnun í hlutastarfi í Menntaskólanum við Sund frá 2001.