FYRIRTÆKIÐ

Teiknistofa eittA Innanhússarkitekta hefur verið starfandi frá haustinu 1995.

Við vinnum við innanhússhönnun og skipulag fyrir fyrirtæki, stofnanir og einkaheimili.

Verkefnin hafa verið fjölbreytt í gegnum árin, innréttingar og skipulag fyrir stórar og smáar skrifstofur, bankaútibú, hótel, gistiheimili, skurðstofu, heilsugæslu, snyrti og hárgreiðslustofur ásamt  heildar hönnun fyrir einkaheimili. Einnig höfum við komið að húsgagnahönnun, ímyndarhönnun  og verkefnastjórnun.

Við teljum að  manngert umhverfi hafi mikil áhrif á líðan fólks í starfi og leik. Okkar áherslur í hönnun eru notagildi, fagurfræði og góð líðan fólks. Við  leggjum áherslu á  persónulega og faglega  þjónustu við viðskiptavininn. Við höfum átt langt og farsælt samstarf við marga viðskiptavini.

minni eittA 2