Bekkur úr lerki og steypu

Verkefnið var unnið  í samvinnu  við Make by Þorpið, með það leiðarljós að nota staðabundinn efnivið og staðbundna framleiðslu.  Bekkurinn er framleiddur úr umframsteypu og íslensku lerki eða grisjunarvið frá Hallormsstað.  Hann er  hannaður fyrir framleiðslu  VHE húseiningar í Fellabæ. Bekkurinn er hugsaður fyrir almenningsrými í þéttbýli og dreifbýli. Lerkið er sérlega góður viður í útihúsgögn því að viðurinn hefur náttúrulega viðarvörn. Steypan varð fyrir valinu því að viðurinn spilar fallega með henni, hún er þung og gerir bekkinn stöðugan og svo fer steypan vel í manngerðu umhverfi. Fyrirhugaðar eru fleiri stærðir og gerðir af bekkjum. Bekkurinn var kynntur á atvinnuvegasýningu á Austurlandi haustið 2013.

Bekkur - lerki og steypa