Hæð í Hlíðunum

Hæð í Hlíðunum í húsi byggt 1949, íbúðin var  endurnýjuð að mestu árið 2000. Skipt var um eldhúsinnréttingu og gólfefni,  eldhús opnað fram í hol. Innréttingar eru lakkaðar hvítar eins og upprunalegt tréverk í húsinu, einnig er reynt að halda í anda hússins með hvítum lökkuðum hurðum og gólflistum. Árið 2005 var baðherbergið endurnýjað, tekið var  mið af fyrri breytingum og stíl hússins. Flísar á baðgólfi eru terrasoflísar Veggskápur með spegla rennihurð er hannaður af Antonio Sitterio en aðrar innréttignar eru hannaðar af Dóru Hansen.

 

Stofa