Innanhússarkitekt fhi
dorah(a)eitta.is
Menntun
Árið 1989 útskrifaðist ég sem innanhússarkitekt frá Skolen for Boligindretning (nú Danmarks Designskole) í Kaupmannahöfn. Sama ár var ég gestanemandi við Kunstakademiets arkitektskole með áherslu á lýsingar- og hljóðvistfræði. Vorið 2002 útskrifaðist ég með kennsluréttindi frá Listaháskóla Íslands. Haustið 2009 tók ég grunnáfanga í landslagsarkitektúr og skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Starfsreynsla
Þegar ég kom heim frá námi réð ég mig til starfa hjá Brúnás innréttingum þar sem ég starfaði í fjögur ár við innréttingahönnun og ráðgjöf. Á árunum 2003-2005 var ég kennari í hönnunargreinum við Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og Iðnskólann í Hafnarfirði. Árið 1995 stofnuðum við nokkrir innanhússarkitektar teiknistofuna eittA innanhússarkitektar. Ég hef starfað óslitið með eittA innanhússarkitektum fram til dagsins í dag að fjölbreyttri innanhússhönnun.
Ég er gefin fyrir fjölbreytt verkefni og hef m.a. verið sýningarstjóri og verkefnastjóri fyrir hönd fhi á HönnunarMars. Einnig fæst ég við að hanna húsgögn og hef tekið þátt í nokkrum samsýningum, nú síðast á 10+ húsgagnasýningunni á HönnunarMars 2011.